Fótbolti

Gylfa hrósað fyrir þýskukunnáttu sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Már, einn besti kylfingur landsins og eldri bróðir Gylfa Þórs, gaf Gylfa bókina Þýska fyrir þig áður en hann hélt utan til Þýskalands.
Ólafur Már, einn besti kylfingur landsins og eldri bróðir Gylfa Þórs, gaf Gylfa bókina Þýska fyrir þig áður en hann hélt utan til Þýskalands. Mynd/Anton
Þýska dagblaðið Rhein-Neckar Zeitung segir að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim, tali nú reiprennandi þýsku aðeins rúmu ári eftir að hann kom til Þýskalands frá Reading í Englandi.

Hoffenheim lék um helgina gegn stórliði FC Bayern og sagði Gylfi eftir leikinn að þeir hafi jafnvel átt meira skilið úr leiknum.

„Við hefðum kannski getað skorað 1-2 mörk í leiknum en við erum allir ánægðir eftir þennan leik," sagði Gylfi sem var hrósað sérstaklega fyrir þýskukunnáttu sína.

„Við vorum stundum of fljótir að skjóta á markið, eins og ég gerði í fyrri hálfleiknum. En maður fær venjulega ekki svona mörg færi gegn Bayern og ég er þrátt fyrir allt ánægður með stigið og frammistöðu liðsins."

„Við beittum þá mikilli pressu og það olli þeim vandræðum. Þetta var virkilega erfiður leikur og sá erfiðasti á tímabilinu til þessa. En við erum miklu betri nú en á síðasta tímabili og erum með mikið sjálfstraust."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×