Fótbolti

Rangnick hafði ekki úthald í að þjálfa Schalke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke af heilsufarsástæðum. Rangnick tók við starfinu af Felix Magath í mars á þessu ári en getur ekki meira.

Hinn 53 ára gamli þjálfari segist einfaldlega vera búinn á því og að síþreytan sé farin að hafa mikil áhrif á heilsufar hans.

"Ég verð að taka mér frí. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun en ég hef hreinlega ekki orku í að halda starfi mínu áfram fyrir félagið," sagði Rangnick.

"Ég tek þessa ákvörðun með hagsmuni félagsins í huga sem ég óska alls hins besta í framtíðinni."

Aðstoðarþjálfarinn Seppo Eickhorn mun halda um stjórnartaumana þar til nýr þjálfari verður ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×