Fótbolti

Gylfi spilaði sem fremsti maður í tapi á móti Köln

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson reynir skot úr aukaspyrnu í leiknum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson reynir skot úr aukaspyrnu í leiknum í dag. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Gylfi Þór Sigurðsson var einn frammi þegar Hoffenheim tapaði 0-2 fyrir Köln á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Hoffenheim átti möguleika á því að komast upp í 3. sæti deildarinnar með sigri en er þess í stað í fjórða sætinu sjö sætum ofar en Kölnarliðið.

Lukas Podolski, framherji Köln og þýska landsliðsins, lagði upp fyrra markið fyrir Mato Jajalo á 20. mínútu og skoraði síðan sjálfur það síðara á 64. mínútu.

Gylfi er að koma inn í lið Hoffenheim eftir meiðsli og hafði spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu á móti VfL Wolfsburg um síðustu helgi. Gylfi spilaði þá í 62 mínútur en lék allan leikinn að þessu sinni.

Gylfi var einn upp á toppi í leikerfinu 4-2-3-1 en fyrir aftan hann spiluðu Peniel Kokou Mlapa, Roberto Firmino og Ryan Babel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×