Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2011 08:59 Mynd úr safni Nú eru lokatölur komnar úr nokkrum ánum og veiði að ljúka í laxánum nema Rangánum og Vatnsá. Sumarið er líklega það fjórða eða fimmta besta frá upphafi mælinga svo að veiðimenn mega vel við una. En það er óhjákvæmilegt að staldra aðeins við nokkrar árnar og skoða mun á milli ára. Í Ytri Rangá hafa heimtur úr hafi greinilega klikkað mikið, því samkvæmt upplýsingum okkar er um 500.000 seiðum sleppt á hverju ári. 2-3% heimtur er eitthvað sem ætti að sjást en í þessum samanburði núna eru heimtur rétt um 1%, þ.e.a.s. ef áin fer í 5000 laxa. Eystri Rangá lækkar líka en þar er sleppt nokkuð minna af seiðum svo heimturnar eru hærri í henni. Það er klárt að skilyrðin í hafinu hafa verið einhverjum stofnum í ánum óhagstæð en munurinn á milli ánna er oft ótrúlegur. Norðurá, Selá, Langá eru svipaðar og í fyrra. Þverá, Miðfjarðará, Blanda og Haffjarðará nokkuð undir en engu að síður með frábæra veiði. Menn spyrja sig því að því af hverju ár eins og Ytri Rangá, Tungufljót í Biskupstungum og Vatnsá sem eru líka byggðar upp á sleppingum hrapa svona á milli ára. Ytri hefur farið úr ca 14.000 árið 2008 var með um 10.000 laxa 2009, 6200 laxa í fyrra og núna nær hún líklega rétt 5000 löxum. Tungufljót í Biskupstungum átti fljúgandi byrjun þegar sleppingar hófust í hana í einhverju magni en sumarið núna búið að vera afspyrnu lélegt. Vatnsá fer úr 1000 löxum í rétt rúma 100. Það er nokkuð víst að þetta þarf að skoða í því samhengi hvort verið sé að sleppa of miklu magni seiða, eru þau búin að smolta þegar þeim er sleppt, eru seiðin nógu góð? Það hlýtur að vera samhangandi þáttur skilyrða í hafi og atriða er varða sleppingarnar sjálfar. Það hlýtur að koma fram einhver viðhlýtandi skýring á þessu fljótlega. Hér er annars listinn yfir stöðuna í ánum:VeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2010Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.21. 9. 20114388246210Eystri-Rangá21. 9. 20114140186280Miðfjarðará21. 9. 20112290104043Norðurá14. 9. 2011Lokatölur 2134152279Blanda21. 9. 2011Lokatölur 2032162777Selá í Vopnafirði21. 9. 2011201682065Langá21. 9. 20111912122235Þverá + Kjarará21. 9. 2011Lokatölur 1825143760Haffjarðará21. 9. 2011Lokatölur 152661978Breiðdalsá21. 9. 2011138581178 Listann í heild sinni er að finna á https://angling.is/is/veiditolur/ Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Nú eru lokatölur komnar úr nokkrum ánum og veiði að ljúka í laxánum nema Rangánum og Vatnsá. Sumarið er líklega það fjórða eða fimmta besta frá upphafi mælinga svo að veiðimenn mega vel við una. En það er óhjákvæmilegt að staldra aðeins við nokkrar árnar og skoða mun á milli ára. Í Ytri Rangá hafa heimtur úr hafi greinilega klikkað mikið, því samkvæmt upplýsingum okkar er um 500.000 seiðum sleppt á hverju ári. 2-3% heimtur er eitthvað sem ætti að sjást en í þessum samanburði núna eru heimtur rétt um 1%, þ.e.a.s. ef áin fer í 5000 laxa. Eystri Rangá lækkar líka en þar er sleppt nokkuð minna af seiðum svo heimturnar eru hærri í henni. Það er klárt að skilyrðin í hafinu hafa verið einhverjum stofnum í ánum óhagstæð en munurinn á milli ánna er oft ótrúlegur. Norðurá, Selá, Langá eru svipaðar og í fyrra. Þverá, Miðfjarðará, Blanda og Haffjarðará nokkuð undir en engu að síður með frábæra veiði. Menn spyrja sig því að því af hverju ár eins og Ytri Rangá, Tungufljót í Biskupstungum og Vatnsá sem eru líka byggðar upp á sleppingum hrapa svona á milli ára. Ytri hefur farið úr ca 14.000 árið 2008 var með um 10.000 laxa 2009, 6200 laxa í fyrra og núna nær hún líklega rétt 5000 löxum. Tungufljót í Biskupstungum átti fljúgandi byrjun þegar sleppingar hófust í hana í einhverju magni en sumarið núna búið að vera afspyrnu lélegt. Vatnsá fer úr 1000 löxum í rétt rúma 100. Það er nokkuð víst að þetta þarf að skoða í því samhengi hvort verið sé að sleppa of miklu magni seiða, eru þau búin að smolta þegar þeim er sleppt, eru seiðin nógu góð? Það hlýtur að vera samhangandi þáttur skilyrða í hafi og atriða er varða sleppingarnar sjálfar. Það hlýtur að koma fram einhver viðhlýtandi skýring á þessu fljótlega. Hér er annars listinn yfir stöðuna í ánum:VeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2010Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.21. 9. 20114388246210Eystri-Rangá21. 9. 20114140186280Miðfjarðará21. 9. 20112290104043Norðurá14. 9. 2011Lokatölur 2134152279Blanda21. 9. 2011Lokatölur 2032162777Selá í Vopnafirði21. 9. 2011201682065Langá21. 9. 20111912122235Þverá + Kjarará21. 9. 2011Lokatölur 1825143760Haffjarðará21. 9. 2011Lokatölur 152661978Breiðdalsá21. 9. 2011138581178 Listann í heild sinni er að finna á https://angling.is/is/veiditolur/
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði