Handbolti

Erlingur: Leiðinlegt að tapa fyrir framan fullt hús

Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar
„Það er virkilega sárt að tapa og sérstaklega fyrir framan alla þessa áhorfendur sem komu hingað í Digranesið,“ sagði Erlingur Richardsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld.

HK tapaði fyrir Haukum 27-22 í fyrstu umferð N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Digranesinu, heimavelli HK.

„Síðari hálfleikurinn var ekki alveg nægilega góður hjá okkur og þá sérstaklega sóknarlega. Þetta er virkilega góður hópur en við þurfum að fara vel í gegnum það sem misfórst hjá okkur í kvöld“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×