Tinna gerist atvinnumaður - reynir við úrtökumótið í janúar 16. september 2011 14:45 Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur. golf.is Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar. Tinna mun dvelja í Bandaríkjunum og vera þar við æfingar og keppni fram að úrtökumótinu. Hún er þegar farin vestur um haf, þar sem hún lék háskólagolf, fyrst með McNeese State University og síðar undir merkjum University of San Francisco, en þaðan útskrifaðist hún sl. vor með BA-gráðu í alþjóðafræðum. Til að komast í keppnisæfingu meðal sterkra kylfinga hyggur hún á þátttöku í allnokkrum mótum á Cactus-mótaröðinni, sem er sterk svæðismótaröð kvenna í vesturhluta Bandaríkjanna og stökkpallur fyrir marga efnilega og góða kvenkylfinga upp á hæstu þrep íþróttarinnar. Tinna kveðst ætla að gefa sér fjögur ár til að ná fyrsta markmiði sínu, sem er skilyrðislaus þátttökuréttur á Evrópumótaröðinni. Takist henni ekki ætlunarverk sitt í fyrstu tilraun, kveðst Tinna ætla að einbeita sér að minni mótaröðum. “Nordea Tour er í Svíþjóð er góð mótaröð til að halda áfram að vinna í settum markmiðum og halda sér í toppformi á vellinum. Einnig er til mótaröð sem heitir LET Access Series og er tengd Evrópumótaröðinni, þannig að möguleiki er á að vinna sér inn rétt á henni í gegnum úrtökumótið í janúar. Í gegnum þessa mótaröð er þá hægt að vinna sér inn rétt á Evrópumótaröðina með jöfnu og góðu gengi,” segir Tinna. Hafnfirðingurinn, sem er 25 ára, hóf golfiðkun er hún var tólf ára hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, enda hæg heimatökin þar. Föðurbróðir Tinnu er Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi sem sjálfur hefur reynt fyrir sér í heimi atvinnumennskunnar. Innan fjölskyldunnar býr því reynsla og þekking sem reikna má með að reynist Tinnu dýrmæt. Framfarir Tinnu á golfvellinum hafa verið í senn skjótar og stöðugar. Aðeins fjórum árum eftir að hún hóf fyrst golfiðkun, þá sextán ára, fékk Tinna fyrsta verkefið á vegum Golfsambands Íslands og hefur hún átt víst sæti í afrekssveit Keilis og landsliðum æ síðan. Tinna vann sitt fyrsta stigamót á íslensku mótaröðinni er hún var sautján ára og hefur síðan sigrað sex sinnum til viðbótar. Til að greiða götu sína leitar Tinna nú stuðnings frá fyrirtækjum og öðrum mögulegum velunnurum. “Ég er að leita eftir fjárhagslegum stuðningi, svo ég geti náð markmiðum mínum sem íþróttamaður og kylfingur. Ég hef unnið kostnaðaráætlun fram yfir úrtökumótið í janúar til að varpa ljósi á hvað til þarf svo ég geti einbeitt mér að því að verða betri kylfingur og ná þannig markmiðum mínum,” segir Tinna Jóhannsdóttir. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar. Tinna mun dvelja í Bandaríkjunum og vera þar við æfingar og keppni fram að úrtökumótinu. Hún er þegar farin vestur um haf, þar sem hún lék háskólagolf, fyrst með McNeese State University og síðar undir merkjum University of San Francisco, en þaðan útskrifaðist hún sl. vor með BA-gráðu í alþjóðafræðum. Til að komast í keppnisæfingu meðal sterkra kylfinga hyggur hún á þátttöku í allnokkrum mótum á Cactus-mótaröðinni, sem er sterk svæðismótaröð kvenna í vesturhluta Bandaríkjanna og stökkpallur fyrir marga efnilega og góða kvenkylfinga upp á hæstu þrep íþróttarinnar. Tinna kveðst ætla að gefa sér fjögur ár til að ná fyrsta markmiði sínu, sem er skilyrðislaus þátttökuréttur á Evrópumótaröðinni. Takist henni ekki ætlunarverk sitt í fyrstu tilraun, kveðst Tinna ætla að einbeita sér að minni mótaröðum. “Nordea Tour er í Svíþjóð er góð mótaröð til að halda áfram að vinna í settum markmiðum og halda sér í toppformi á vellinum. Einnig er til mótaröð sem heitir LET Access Series og er tengd Evrópumótaröðinni, þannig að möguleiki er á að vinna sér inn rétt á henni í gegnum úrtökumótið í janúar. Í gegnum þessa mótaröð er þá hægt að vinna sér inn rétt á Evrópumótaröðina með jöfnu og góðu gengi,” segir Tinna. Hafnfirðingurinn, sem er 25 ára, hóf golfiðkun er hún var tólf ára hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, enda hæg heimatökin þar. Föðurbróðir Tinnu er Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi sem sjálfur hefur reynt fyrir sér í heimi atvinnumennskunnar. Innan fjölskyldunnar býr því reynsla og þekking sem reikna má með að reynist Tinnu dýrmæt. Framfarir Tinnu á golfvellinum hafa verið í senn skjótar og stöðugar. Aðeins fjórum árum eftir að hún hóf fyrst golfiðkun, þá sextán ára, fékk Tinna fyrsta verkefið á vegum Golfsambands Íslands og hefur hún átt víst sæti í afrekssveit Keilis og landsliðum æ síðan. Tinna vann sitt fyrsta stigamót á íslensku mótaröðinni er hún var sautján ára og hefur síðan sigrað sex sinnum til viðbótar. Til að greiða götu sína leitar Tinna nú stuðnings frá fyrirtækjum og öðrum mögulegum velunnurum. “Ég er að leita eftir fjárhagslegum stuðningi, svo ég geti náð markmiðum mínum sem íþróttamaður og kylfingur. Ég hef unnið kostnaðaráætlun fram yfir úrtökumótið í janúar til að varpa ljósi á hvað til þarf svo ég geti einbeitt mér að því að verða betri kylfingur og ná þannig markmiðum mínum,” segir Tinna Jóhannsdóttir.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira