Fótbolti

Pique vill verða forseti Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spænski landsliðsmaðurinn Gerard Pique er afar hamingjusamur í herbúðum Barcelona en hann kom þangað frá Man. Utd og hefur slegið í gegn.

Pique ætlar að eiga langan feril hjá Barcelona og í kjölfarið ætlar hann að taka þátt í fótboltapólitíkinni.

"Ef ég hefði ekki orðið knattspyrnumaður þá hefði ég samt fundið mér einhvers staðar starf í hreyfingunni. Ég hef mikla ástríðu fyrir íþróttinni og mun vera viðloðandi hana er ég legg skóna á hilluna," sagði Pique.

"Ég sagði einu sinni að ég vildi vera forseti Barcelona og minn metnaður er enn sá að verða forseti félagsins síðar," sagði hinn 24 ára gamli Pique.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×