Lífið

Franska súkkulaðikakan hennar Sollu

mynd/elly@365.is
Franska súkkulaðikakan hennar Sollu Eiríks sem er á boðstólnum á veitingastaðnum Gló er margrómuð. Það þarf að huga að nokkrum atriðum við baksturinn eins og sjá má hér:

100g smjör

100g kókosolía – hægt að sleppa og nota 200g smjör

300g dökkt lífrænt súkkulaði

4 egg

1 dl hrásykur

2 msk agavesýróp

50g fínt malaðar heslihnetur

50g fínt malað spelt

Til skreytingar:

lífrænn flórsykur – ef vill

fersk ber

Aðferð

Bræðið smjörið, kókosolíuna og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði. Þeytið saman egg, hrásykur og agave. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna. Blandið saman fíntmöluðum heslihnetum og spelti og blandið síðan varlega saman við súkkulaði/eggjablönduna, gott að nota sleikju eða sleif. Klæðið 26 cm spring form með bökunarpappír og látið deigið í.

Bakið við 180°C í 18 - 20 til 25 mín. Ef þið notið minna form þá verður kakan þykkari og þarf smá lengri bökunartíma.

Kakan á að vera "blaut" og þarf að fá að standa í allt að 1 klst áður en skorin. Ef hún er ofbökuð þá hverfur franski galdurinn, en verður engu að síður ágætis súkkulaðikaka. Ef vill þá stráið flórsykri yfir kökuna og skreytið með ferskum berjum.

Glo.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.