Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2011 14:45 Edda Garðarsdóttir er meidd og verður ekki með. Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira