Fótbolti

Leverkusen á toppinn í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sydney Sam skoraði tvö fyrir Leverkusen í kvöld.
Sydney Sam skoraði tvö fyrir Leverkusen í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Bayer Leverkusen skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 4-1 sigri á Augsburg. Þó er líklegt að liðið þurfi að láta toppsætið af hendi strax um helgina.

Nýliðar Augsburg byrjuðu reyndar vel og komust yfir með marki Hajime Hosogai á fimmtu mínútu en hann er reyndar í láni hjá félaginu frá Leverkusen.

Sidney Sam lagaði stöðuna aðeins mínutu síðar og Stefan Kiessling kom Leverkusen yfir á 23. mínútu.

Sam og Eren Deriyok skoruðu svo báðir fyrir Leverkusen í síðari hálfleik og tryggðu liðinu góðan sigur. Liðið er nú með tíu stig en þetta var fyrsti leikurinn í fimmtu umferð.

Bayern, Schalke og Werder Bremen eru öll með níu stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×