Máttum alveg ræða við Elísabetu líkt og þeir ræddu við Stellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 22:00 Elísabet Gunnarsdóttir gekk í raðir Fram fyrir skemmstu. Mynd/Fram.is Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50
Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33
Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57
HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09