Körfubolti

Njarðvíkingar missa þriðja stóra strákinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egill er í orku- og umhverfistæknifræði námi.
Egill er í orku- og umhverfistæknifræði námi.
Körfuknattleikslið Njarðvíkur í karlaflokki hefur orðið fyrir enn einni blóðtökunni. Miðherjinn Egill Jónasson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfuknattleik í vetur.

Í samtali við karfan.is segist Egill ekki vera hættur í íþróttinni. Hann ætli að einbeita sér að skólanum í vetur og jafna sig af meiðslum sínum.

Egill, sem er 218 sentimetrar á hæð, er þriðji hávaxni leikmaðurinn sem Njarðvíkingar missa í sumar. Áður höfðu Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson lagt skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×