Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 16:49 Ólafur Jóhannesson Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00