Fótbolti

Neuer má ekki kyssa merki Bayern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neuer í leik gegn Man. Utd á síðasta tímabili.
Neuer í leik gegn Man. Utd á síðasta tímabili.
Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn félagsins skilji ekki af hverju ákveðnir stuðningsmannahópar félagsins neiti að taka markvörðurinn Manuel Neuer í sátt.

Neuer kom til félagsins frá erkifjendunum í Schalke og það kunna fimm hópar, róttækra stuðningsmanna félagsins ekki að meta.

"Það botnar enginn í þessu. Það er vissulega hluti að baula á andstæðinginn en að ráðast á leikmann í eigin liði er glórulaust. Það á alltaf að styðja sitt lið," sagði Lahm.

Stuðningsmannahóparnir settu Neuer ákveðnar siðareglur. Ef markvörðurinn fer eftir þeim munu hóparnir láta hann í friði.

Í siðareglunum stendur að markvörðurinn megi ekki taka undir í sigurópum stuðningsmanna, hann má heldur ekki koma nálægt þeim stað þar sem þeir standa og þess utan má hann ekki kyssa merki félagsins á treyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×