Fótbolti

Solbakken tók fyrirliðabandið af Podolski

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukas Podolski.
Lukas Podolski. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Stale Solbakken, nýr þjálfari þýska liðsins Köln, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af þýska landsliðsframherjanum Lukas Podolski. Brasilíski varnarmaðurinn Pedro Geromel mun bera bandið á komandi tímabili.

Solbakken tók við þýska liðinu í júnímánuði og tilkynnti þetta á blaðamannfundi í dag. Hann sagðist gera sér vel grein fyrir því að það yrði ekki allir ánægðir með þessa ákvörðun sína.

Podolski er 26 ára gamall og skoraði 13 mörk í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur verið fastamaður í þýska landsliðinu frá árinu 2004. Podolski er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Köln en hann kom aftur til félagsins árið 2009 eftir að hafa verið í þrjár leiktíðir hjá Bayern Munchen.

Pedro Geromel, sem er 190 sm miðvörður, kom til Kölnarliðsins árið 2008 frá Vitoria Guimaraes í Portúgal. Hann er 25 ára gamall en hefur aldrei klæðst brasilíska landsliðsbúningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×