Fótbolti

Veigar Páll: Vill frekar spila áfram með Stabæk en fara til Vålerenga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Mál íslenska knattspyrnumannsins Veigars Páls Gunnarssonar eru enn óleyst þó að Veigar Páll sjálfur hafi gert upp hug sinn og vilji frekar fara til Rosenborg en til Vålerenga.

Stabæk var búið að samþykkja tilboð Vålerenga í leikmanninn en Veigar Páll sagði blaðamanni Aftenposten að hann hefði hafnað samningstilboði félagsins.

„Ég sagði nei við tilboði Vålerenga. Ég vil frekar spila áfram með Stabæk en fara til Vålerenga. Ég á eftir eitt og hálft ár af mínum samningi við Stabæk og gæti alveg verið áfam þar því mér líkar vel hjá félaginu," sagði Veigar Páll í viðtalinu við Aftenposten.

Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Veigars Páls, lét hafa það eftir sér að Veigar Páll væri búinn að ná samkomulagi við Rosenborg en Rosenborg og Stabæk eiga enn eftir að ná saman um kaupverðið og eins og er lítur út fyrir að málið sé í hnút. Stabæk vill fá meira fyrir Veigar Pál en Rosenborg en tilbúið að borga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×