Innlent

Ekkert bólar á Skaftárhlaupi

Ekkert bólaði á Skaftárhlaupi í nótt þrátt fyrir mikla leiði í vatninu, sem yfirleitt er fyrirboði hlaups. Vatnið er líka gruggugt. 

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar nú í morgun hefur leiðnin ekki aukist frá því klukkan sex í gærkvöldi og vatnsrennslið hefur ekki aukist umfram það sem gera má ráð fyrir vegna rigninga á svæðinu. Þá verður ekki vart við hlaupóróa á svæðinu.

Almannavarnir vöruðu í gærmorgun við að Skaftárhlaup gæti verið að hefjast og var fólk varað við að vera við upptök árinnar og í lægðum við hana vegna hættulegra lofttegunda, og stendur sú viðvörun enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×