Varnarlínur heimilanna Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 12. júlí 2011 11:16 Bændasamtökin kynntu fyrir nokkrum dögum lágmarkskröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðum við Evrópusambandið svokallaðar varnarlínur sem eru sjö talsins. SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu, gera ekki athugasemdir við þessar varnarlínur Bændasamtakanna, enda hverjum í sjálfsvald sett að setja sér markmið. SVÞ gerir þó athugasemd við þá varnarlínu sem áfram heimilar íslenskum stjórnvöldum að leggja tolla á búvörur frá ESB. Samtök verslunar og þjónustu telja rétt, í ljósi yfirlýsinga Bændasamtakanna sem innihalda markmið um frelsi og réttindi sér til handa, að samtökin séu minnt á að ganga ekki gróflega á frelsi og réttindi annarra þegna þessa lands. En áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga hverju núverandi landbúnaðarkerfi er að skila. Í núverandi kerfi búa íslenskir skattgreiðendur við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og íslenskir neytendur við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi. Í kerfi sem er þannig uppbyggt mætti ætla að sama kerfi skilaði bændum einhverju í aðra hönd fyrir því væri jú bændaforystan að berjast, en það er öðru nær. Bændur eru láglaunastétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu atvinnugreinum eru bornar saman. Það verður því að teljast nokkuð undarlegt að Bændasamtökin vilji slá skjaldborg utan um kerfi sem allir tapa á - skattgreiðendur, neytendur en ekki síst bændur sjálfir. Þetta getur vart verið sú framtíðarsýn sem bændur sjá sér og sínum til handa?Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.Mynd/Stefán KarlssonEn á það skal lögð áhersla að íslensk verslun styður íslenskan landbúnað en getur ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi til þess er það einfaldlega of dýrt og of gallað. Vaxandi gagnrýni á núverandi landbúnaðarkerfi mun þó ekki síður koma frá íslenskum skattgreiðendum og íslenskum neytendum sem munu gera vaxandi kröfu um lægri skattbyrði og lægra matarverð enda vega landbúnaðarvörur rúm 40% í matarkörfu íslenskra heimila. Íslenskir bændur og íslenskar landbúnaðarafurðir eru á mörgum sviðum í fremstu röð og munu um ókomna framtíð eiga samleið með íslenskum neytendum, enda vilja Íslendingar sjá öflugan íslenskan landbúnað. Hins vegar veltur björt framtíð bænda á að þeir. eins og allur annar atvinnurekstur, átti sig á hvar styrkleikar þeirra og veikleikar liggja og hvar framtíðarvaxtarmöguleikarnir eru. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem væru til í að skipta út íslenska lambakjötinu, splunkunýjum kartöflum og fersku grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar væru mun fleiri til í að kaupa ódýrt innflutt kjúklinga- og svínakjöt enda skiptir færri máli hvar slíkar verksmiðjur eru staðsettar svo lengi sem þær uppfylla allar heilbrigðis- og gæðakröfur. Framleiðsla á svína- og kjúklingakjöti á enda miklu meira skylt við iðnaðarframleiðslu en hefðbundinn landbúnað og því leikur enginn vafi á að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að vernda þennan iðnað fyrir innflutningi. Við þekkjum það í versluninni að neytendum stendur til boða "sama" vara á mjög ólíku verði. Neytendur geta keypt ódýr og dýr raftæki, ódýran og dýran fatnað, ódýran og dýran húsbúnað og svo mætti áfram telja. Og neytendur vilja hafa þetta val og á meðan sumir velja ódýrt eru aðrir sem velja dýrt og eru oft að fá eitthvað aukalega fyrir svo sem aukin gæði. Það er því á misskilningi byggt þegar Bændasamtök Íslands krefjast varnarlínu sem gengur gegn hagsmunum neytenda og gegn hagsmunum verslunar innar. Hagsmunir landbúnaðarins og neytenda verða að fara saman til að dæmið gangi upp til lengdar að því leyti er landbúnaðurinn ekkert ólíkur öðrum atvinnugreinum í landinu. Þannig byggir framtíð bænda á að þeir uppfylli kröfur íslenskra neytenda með einstökum gæðum og á verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir. Sérstaða íslenskra afurða mun sanna sig á frjálsum markaði. Hvort sem Ísland verður innan eða utan ESB berum við í versluninni engan kvíðboga fyrir framtíð íslenskra bænda ólíkt forystu þeirra sjálfra innan Bændasamtakanna kvíðboga sem landbúnaðarráðherra hefur tekið kröftuglega undir. Enda hefur enginn landbúnaðarráðherra á seinni tímum lagt eins marga steina í götu innflytjenda til að flytja inn landbúnaðarvörur á samkeppnishæfu verði og Jón Bjarnason. Samtök verslunar og þjónustu hafa m.a. litið stjórnsýslu hans það alvarlegum augum að kvörtun hefur verið send til umboðsmanns Alþingis og er beðið niðurstöðu þess erindis. Framtíð bænda byggir ekki á núverandi kerfi. en á meðan landbúnaðarráðherra og forysta bænda sjá óvini í hverju horni verða óumflýjanlegar breytingar mun erfiðari og tímafrekari. Á meðan sitjum við öll uppi með meingallað kerfi, sem allir tapa á. Verslunin og bændur eiga samleið í því að breyta kerfinu til hagsbóta fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Bændasamtökin kynntu fyrir nokkrum dögum lágmarkskröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðum við Evrópusambandið svokallaðar varnarlínur sem eru sjö talsins. SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu, gera ekki athugasemdir við þessar varnarlínur Bændasamtakanna, enda hverjum í sjálfsvald sett að setja sér markmið. SVÞ gerir þó athugasemd við þá varnarlínu sem áfram heimilar íslenskum stjórnvöldum að leggja tolla á búvörur frá ESB. Samtök verslunar og þjónustu telja rétt, í ljósi yfirlýsinga Bændasamtakanna sem innihalda markmið um frelsi og réttindi sér til handa, að samtökin séu minnt á að ganga ekki gróflega á frelsi og réttindi annarra þegna þessa lands. En áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga hverju núverandi landbúnaðarkerfi er að skila. Í núverandi kerfi búa íslenskir skattgreiðendur við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og íslenskir neytendur við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi. Í kerfi sem er þannig uppbyggt mætti ætla að sama kerfi skilaði bændum einhverju í aðra hönd fyrir því væri jú bændaforystan að berjast, en það er öðru nær. Bændur eru láglaunastétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu atvinnugreinum eru bornar saman. Það verður því að teljast nokkuð undarlegt að Bændasamtökin vilji slá skjaldborg utan um kerfi sem allir tapa á - skattgreiðendur, neytendur en ekki síst bændur sjálfir. Þetta getur vart verið sú framtíðarsýn sem bændur sjá sér og sínum til handa?Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.Mynd/Stefán KarlssonEn á það skal lögð áhersla að íslensk verslun styður íslenskan landbúnað en getur ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi til þess er það einfaldlega of dýrt og of gallað. Vaxandi gagnrýni á núverandi landbúnaðarkerfi mun þó ekki síður koma frá íslenskum skattgreiðendum og íslenskum neytendum sem munu gera vaxandi kröfu um lægri skattbyrði og lægra matarverð enda vega landbúnaðarvörur rúm 40% í matarkörfu íslenskra heimila. Íslenskir bændur og íslenskar landbúnaðarafurðir eru á mörgum sviðum í fremstu röð og munu um ókomna framtíð eiga samleið með íslenskum neytendum, enda vilja Íslendingar sjá öflugan íslenskan landbúnað. Hins vegar veltur björt framtíð bænda á að þeir. eins og allur annar atvinnurekstur, átti sig á hvar styrkleikar þeirra og veikleikar liggja og hvar framtíðarvaxtarmöguleikarnir eru. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem væru til í að skipta út íslenska lambakjötinu, splunkunýjum kartöflum og fersku grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar væru mun fleiri til í að kaupa ódýrt innflutt kjúklinga- og svínakjöt enda skiptir færri máli hvar slíkar verksmiðjur eru staðsettar svo lengi sem þær uppfylla allar heilbrigðis- og gæðakröfur. Framleiðsla á svína- og kjúklingakjöti á enda miklu meira skylt við iðnaðarframleiðslu en hefðbundinn landbúnað og því leikur enginn vafi á að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að vernda þennan iðnað fyrir innflutningi. Við þekkjum það í versluninni að neytendum stendur til boða "sama" vara á mjög ólíku verði. Neytendur geta keypt ódýr og dýr raftæki, ódýran og dýran fatnað, ódýran og dýran húsbúnað og svo mætti áfram telja. Og neytendur vilja hafa þetta val og á meðan sumir velja ódýrt eru aðrir sem velja dýrt og eru oft að fá eitthvað aukalega fyrir svo sem aukin gæði. Það er því á misskilningi byggt þegar Bændasamtök Íslands krefjast varnarlínu sem gengur gegn hagsmunum neytenda og gegn hagsmunum verslunar innar. Hagsmunir landbúnaðarins og neytenda verða að fara saman til að dæmið gangi upp til lengdar að því leyti er landbúnaðurinn ekkert ólíkur öðrum atvinnugreinum í landinu. Þannig byggir framtíð bænda á að þeir uppfylli kröfur íslenskra neytenda með einstökum gæðum og á verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir. Sérstaða íslenskra afurða mun sanna sig á frjálsum markaði. Hvort sem Ísland verður innan eða utan ESB berum við í versluninni engan kvíðboga fyrir framtíð íslenskra bænda ólíkt forystu þeirra sjálfra innan Bændasamtakanna kvíðboga sem landbúnaðarráðherra hefur tekið kröftuglega undir. Enda hefur enginn landbúnaðarráðherra á seinni tímum lagt eins marga steina í götu innflytjenda til að flytja inn landbúnaðarvörur á samkeppnishæfu verði og Jón Bjarnason. Samtök verslunar og þjónustu hafa m.a. litið stjórnsýslu hans það alvarlegum augum að kvörtun hefur verið send til umboðsmanns Alþingis og er beðið niðurstöðu þess erindis. Framtíð bænda byggir ekki á núverandi kerfi. en á meðan landbúnaðarráðherra og forysta bænda sjá óvini í hverju horni verða óumflýjanlegar breytingar mun erfiðari og tímafrekari. Á meðan sitjum við öll uppi með meingallað kerfi, sem allir tapa á. Verslunin og bændur eiga samleið í því að breyta kerfinu til hagsbóta fyrir alla.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun