Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 11:31 Sigurgeir Árni og Ólafur Guðmunds fagna marki í leik gegn Fram á síðasta tímabili Mynd/Anton Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar. Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira