Körfubolti

Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið

Hörður Axel Vilhjálmsson lék stórt hlutverk með Keflavíkurliðinu á síðustu leiktíð í úrslitum Íslandsmótsins gegn Brynjari Björnssyni og félögum hans úr KR.
Hörður Axel Vilhjálmsson lék stórt hlutverk með Keflavíkurliðinu á síðustu leiktíð í úrslitum Íslandsmótsins gegn Brynjari Björnssyni og félögum hans úr KR. Mynd/Daníel
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is.

Hörður er annar landsliðsmaðurinn sem fer úr Keflavíkurliðinu í sumar en miðherjinn Sigurður Þorsteinsson samdi við Grindavík. Sigurður Ingimundarson verður þjálfari Keflavíkur en hann tekur við af Guðjóni Skúlasyni sem hætti með liðið í vor.

Silvano Poropat þjálfari Mitteldeutscher segir í viðtali á heimasíðu félagsins að íslenski landsliðsmaðurinn hafi sýnt fín tilþrif á æfingum liðsins. "Þrátt fyrir að Hörður sé aðeins 22 ára þá hefur hann fengið mikla reynslu á Íslandi. Hann er frábær varnarmaður og með góðar sendingar. Ég hlakka til að vinna með honum," segir Poropat.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×