Íslenski boltinn

Þorlákur: Aldrei hægt að afskrifa okkur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton
Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður með góðan sigur liðs síns á ÍBV í kvöld, 2-1, í hörkuleika á gervigrasinu í Garðabæ.

„Við vorum að spila á móti frábæru liði. ÍBV og Valur eru sterkustu liðin sem við höfum mætt í sumar og það er frábært að sigra svona sterkan andstæðing,“ sagði Þorlákur.

Stjarnan náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en var mun sterkari aðilinn í þeim seinni. „Við gerðum smá breytingar, færðum liðið í hálfleik. Við spiluðum illa í fyrra hálfleik en fengum engu að síður tvö þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik. Það er bara svo mikill karakter í þessu liði, það er aldrei hægt að afskrifa okkur. Við hefðum getað bætt við mörkum.  Leikmenn stigu upp í seinni hálfleik, við bæði spiluðum góðan fótbolta og börðumst eins og ljón,“ sagði Þorlákur en ÍBV ógnari marki Stjörnunnar lítið sem ekkert í seinni hálfleik en fékk þó eitt hættulegt færi í uppbótartíma.

„ÍBV er með frábærar skyndisóknir, spila mikið með löngum boltum og það taka allir ÍBV alvarlega. Ég held að bæði taktískar breytingar í hálfleik og hugarfar leikmanna hafi skilað þessum sigri,“ sagði Þorlákur Árni að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×