Fótbolti

Kolbeinn: Held að ég verði klár á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Kolbeinn Sigþórsson gat æft með íslenska U-21 landsliðinu í morgun eftir að hafa legið veikur upp í rúmi með 39 stiga hita í gær.

„Ég er bara bjartsýnn og held að ég verði klár á morgun,“ sagði Kolbeinn við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég var með 39 stiga hita í gær og í fyrradag en er hitalaus í dag. Það er mjög jákvætt og vona að ég haldist þannig. Æfingin í dag verður létt og ekki mikið tekið á því. Ég get því byrjað rólega.“

Hann segist vitaskuld hafa óttast að hann myndi missa af fyrsta leik Íslands á mótinu hér í Danmörku, gegn Hvíta-Rússlandi á morgun.

„Maður vill ekki missa af neinu og allra síst fyrsta leiknum. Það verður gaman að fá að byrja mótið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×