Fótbolti

Jón Guðni: Ferðaþreytan farin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Jón Guðni Fjóluson segir að spennan sé farin að magnast í leikmannahópi íslenska U-21 landsliðsins en liðið mætir Hvíta-Rússlandi í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku á morgun.

„Þetta er allt að koma og þreytan er farin úr mannskapnum eftir langt ferðalag. Það er eftirvænting í hópnum,“ sagði Jón Guðni sem gekk nýverið frá samningi við belgíska liðið Germinal Beerschot. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það var mjög gott fyrir mig að klára þessi mál áður en mótið hefst. Þá get ég leyft mér að hugsa eingöngu um að spila fótbolta,“ sagði Jón Guðni sem hefur verið lykilmaður í liði Fram undanfarin ár.

„Það var alltaf einhver áhugi hjá félögum í Evrópu í vetur en eftir að þeir komu inn í myndina gekk þetta allt nokkuð fljótt og vel fyrir sig.“

„Annars er stemningin í hópnum nokkuð góð og menn eru duglegir að blasta Geir Ólafs á milli æfinganna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×