Fótbolti

Hólmar Örn á leiðinni til Bochum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hólmar Örn í baráttunni gegn Sviss
Hólmar Örn í baráttunni gegn Sviss Mynd/Anton
Hólmar Örn Eyjólfsson miðvörður U-21 landsliðs Íslands mun skrifa undir þriggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Bochum. Hólmar gengur frá samningnum að loknu Evrópumótinu í Danmörku. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Hólmar Örn hefur verið á mála hjá West Ham undanfarin ár en ekki fengið tækifæri með aðalliði félagsins. Samningur hans við félagið rann út í vor. Hann er uppalinn hjá HK í Kópavogi.

Faðir Hólmars, landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson, spilaði á sínum tíma í þýsku úrvalsdeildinni með Stuttgart og Herthu Berlín. Hann verð þýskur meistari með Stuttgart. Hann gekk til liðs við félagið eftir frábæra framgöngu með U-21 árs landsliði Íslands en þá spilaði hann enn með Tindastól.

Bochum var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild en beið lægri hlut í umspili gegn Borussia Mönchengladbach




Fleiri fréttir

Sjá meira


×