Íslenski boltinn

Þorlákur: Við áttum ekki góðan dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur tapa sínum fyrsta leik síðan í byrjun apríl þegar Stjörnuliðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld.

„Við áttum ekki góðan dag. Við vorum fínar fyrstu tuttug mínúturnar og hefðum getað skorað. Við vorum betri og Valsararnir voru svolítið óöryggir í byrjun. Eftir að þær skoruðu þá fannst mér við vera í vandræðum og mér fannst við aldrei vera líklega að vinna þennan leik eftir það," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar.

Valskonur komust í 1-0 eftir hálftíma eftir skallamark eftir hornspyrnu en Stjörnuvörnin átti þá að gera mun betur.

„Fyrsta markið var frekar ódýrt og það var lítið um færi í þessum leik. Valsmenn ógnuðu mest eftir uppsett atriði. Við fengum færi í byrjun en eftir það var lítið um fína drætti hjá okkur í sóknarleiknum," sagði Þorkákur.

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa og það er alltaf betra að vinna. Ég held samt að það sé bara ágætt fyrir okkur til þess að koma liðinu aðeins niður í jörðina. Við vorum búin að sex eða sjö leiki í röð og liðið er ekki vant því. Við bara spyrnum okkur frá botninum," sagði Þorlákur.

„Hugarfar leikmanna er mjög gott og þess vegna hefur okkur gengið vel. Þetta er bara rétt að byrja, við misstígum okkur í dag og við komum bara til baka," sagði Þorlákur að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×