Íslenski boltinn

Mist: Þetta var ekki búið að vera nógu gott hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mist Edvardsdóttir, skoraði mikilvægt mark fyrir Val í kvöld þegar hún kom liðinu í 1-0 á 30. mínútu í 2-1 sigri Vals á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

„Það var mjög mikilvægt að sýna þeim að þetta er okkur heimavöllur og hér kemur enginn og hirðir einhver þrjú auðveld stig," sagði Mist Edvardsdóttir eftir leikinn.

Valsiðið hafði unnið 1-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð og gert síðan 1-1 jafntefli við Fylki í síðasta leik.

„Ég er sammála því að þetta hafi ekki verið búið að vera nógu gott hjá okkur í fyrstu tveimur leikjununm. Við náðum ekki að gíra okkur svona vel upp í þeim leikjum en þegar við gírum okkur svona vel upp í leikina þá er enginn að fara að taka stig af Val," sagði Mist.

„Það var spenna í hópnum og það voru allir mjög tilbúnir í leikinn. Það var því mjög gott að fá mark þarna inn," segir Mist um breytingun á leiknum þegar hún skoraði.

„Ég var aldrei róleg í seinni hálfleik en mér fannst þær aldrei ógna okkur það mikið. Við erum komnar á toppinn aftur og þar ætlum við að vera en svo kemur bara í ljós hvernig leikirnir fara hjá hinum liðunum. Við ætlum okkur að koma okkur á toppinn og vera þar," segir Mist en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×