Íslenski boltinn

Gunnhildur: Við erum þungar á grasinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sex leikja sigurganga Stjörnukvenna endaði í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

„Þetta var ekki nógu gott hjá okkur en ég veit ekki hvað það er, hvort að það sé grasið eða eitthvað. Við vorum þungar og ekki nógu góðar í þessum leik. Við verðum bara að gleyma þessum leik og fara að hugsa um þann næsta," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.

„Það breyttist kannski ekki mikið frá því að við vorum að vinna þær í vor en við vorum ekki með hugann við þetta. Við vorum ekki að spila okkar bolta," sagði Gunnhildur en Stjarnan vann tvo leiki við Val í Lengjubikarnum.

„Við erum þungar á grasinu, byrjuðum leikinn ágætlega en enduðum illa," sagði Gunnhildur en Stjörnuliðið hafði leikið tvo fyrstu leiki sína á gervigrasinu í Garðabænum og var að spila sinn fyrsta leik á alvöru grasi í sumar.

„Það var ágætt að vera búnar að vinna sex leiki í röð en það skiptir engu máli núna. Þetta er bara rétt að byrja, það eru bara þrjár umferðir búnar og við erum ekki búnar að útiloka neitt," sagði Gunnhildur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×