Íslenski boltinn

Hildur: Stressið fer þegar leikurinn byrjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í kvöld þegar Íslandsmeistararnir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.  

Hildur verður ekki sextán ára fyrr en í september en það var ekki að sjá á henni í þessum stórleik í kvöld.

„Ég er mjög ánægð með þennan leik hjá okkur. Það var mikil barátta hjá okkur, við unnum flestar tæklingar og svo var spilið líka gott hjá okkur," sagði Hildur sem var út um allan völl í kvöld.

„Það er bara gaman að fá að spila í meistaraflokki. Ég er kannski smá stressuð fyrir leikina en svo fer það þegar leikurinn byrjar og ég byrja að spila," sagði Hildur.

„Við þurftum að sýna það hverjar voru bestar og við gerðum það í kvöld. Þær áttu líka góðan leik og þær eru erfiðar," sagði Hildur og henni lýst vel á sumarið.

„Við ætlum að reyna að vinna sem flesta leiki og ég ætla að reyna að halda mér í liðinu líka," sagði Hildur að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×