Fótbolti

Steinþór búinn að fiska sex víti í átta leikjum Sandnes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson. Mynd/Heimasíða Sandnes Ulf
Steinþór Freyr Þorsteinsson, fyrrum Stjörnumaður, hefur byrjað vel með norska b-deildarliðinu Sandnes Ulf en hann segist í viðtalið við fótbolta.net vera búinn að fiska sex vítaspyrnur í fyrtsa átta deildar- og bikarleikjum sínum með félaginu.

„Ég væri nú frekar til í að vera búinn að skora sex mörk, það er það sem telur á ferilskránni en ekki einhver víti. Varnarmennirnir í þessari deild eru ekkert að spá í því að fylgja mönnunum. Þeir vilja vinna boltann 1, 2 og 3 og ég læt þá bara tækla mig. Það er alltaf brot þannig að maður er ekkert að leika þetta neitt," sagði Steinþór í viðtalinu við Magnús Már Einarsson á fótbolti.net.

„Vítaskytttan er mjög ánægð með þetta, hann skorar vanalega ekki mörk þannig að hann er kampakátur með þetta," segir Steinþór en það má finna allt viðtalið við hann með því að smella hér.

Gengi Sandnes hefur þrátt fyrir allar þessar vítaspyrnur ekki verið gott því liðið hefur aðeins fengið sex stig úr sjö leikjum og er því í tólfta sæti af sextán liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×