Íslenski boltinn

Þróttur vann sinn fyrsta sigur í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þróttur vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar þegar liðin vann Leikni 3-1 í lokaleik 3. umferðar. Þróttur var aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en hoppaði upp um fjögur sæti með þessum góða sigri.

Helgi Pétur Magnússon, Ingvar Þór Ólason og Oddur Björnsson skoruðu mörk Þróttar í leiknum en Ólafur Hrannar Kristjánsson jafnaði leikinn í 1-1.

ÍA er á toppi deildarinnar með 9 stig, KA er í 2. sæti með 7 stig og BÍ/Bolungarvík, Haukar og Fjölnir eru síðan öll með 6 stig. Víkingur Ólafsvík og HK sitja í neðstu sætunum með eitt stig.

Upplýsingar um markaskora eru fengnar af fótbolti.net.

Úrslit og markaskorarar í leikjum dagsins í 1. delld karla:Selfoss-ÍA 1-2

0-1 Dean Martin (47.), 1-1 Auðun Helgason (57.), 1-2 Atli Már Guðjónsson, víti (62.)

HK-KA 3-4

0-1 Elvar Páll Sigurðsson (2.), 1-1 Ásgeir Aron Ásgeirsson (16.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (18.), 3-1 Fannar Freyr Gíslason (30.), 3-2 Andrés Vilhjálmsson (60.), 3-3 Elvar Páll Sigurðsson (75.), 3-4 Elvar Páll Sigurðsson (84.)

ÍR-Haukar 1-2

1-0 Haukur Ólafsson (77.), 1-1 Hilmar Rafn Emilsson (79.), 1-2 Hilmar Rafn Emilsson (87.), 1-3 Ásgeir Þór Ingólfsson (90.)

Víkingur Ó.-Grótta 1-1

1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (21.), 1-1 Einar Bjarni Ómarsson (53.)

BÍ/Bolungarvík-Fjölnir 3-1

1-0 Michael Abnett, 1-1 Ottó Marinó Ingason, 2-1 Timo Ameobi, 3-1 Jónmundur Grétarsson

Þróttur-Leiknir R. 3-1

1-0 Helgi Pétur Magnússon, 1-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson, 2-1 Ingvar Þór Ólason, 3-1 Oddur Björnsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×