Enski boltinn

Vidic: Barcelona er sigurstranglegra liðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Mynd. / Getty Images
Nemanja Vidic, leikmaður Man. Utd., segir að Barcelona sé sigurstranglegra liðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Wembley Stadium þann 28. maí næstkomandi. 

„Þeir eiga ekki eftir að koma okkur neitt á óvart á Wembley, Barcelona hefur ekki breytt um leikstíl í mörg ár og enginn ástæða til þess“.

„Þeir verða virkilega erfiðir andstæðingar og eru líklega sigurstranglegra liðið í þessum leik“.

„Ég hef horft á marga leiki hjá þeim í vetur og fylgdist vel með viðureign þeirra gegn Real Madrid í undanúrslitunum, þetta verður erfitt verkefni fyrir okkur, en það sem gæti hjálpað okkur er að leikurinn fer fram á Wembley“.

„Við höfum samt ekki tíma strax til að hugsa um úrslitaleikinn gegn Barcelona, við eigum erfiðan leik gegn Blackburn næstu helgi og þar ætlum við okkur að klára þennan titil,“ sagði Vidic.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×