Enski boltinn

Ferguson: Fletcher byrjar gegn Barca ef hann verður klár

Darren Fletcher í leik með Man. Utd. Mynd. / Getty Images
Darren Fletcher í leik með Man. Utd. Mynd. / Getty Images
Darren Fletcher, leikmaður Manchestur United, hefur verið að glíma við erfið veikinda undanfarnar vikur en er allur að koma til. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hefur gefið það út að ef leikmaðurinn verði algjörlega búin að jafna sig á þessum veikindum muni hann vera í byrjunarliðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Wembley 28.maí.

Fletcher lék í tuttugu mínútur gegn Shalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku og virkaði nokkuð ferskur.

Ferguson ætlar að sjá til hvernig leikmaðurinn lítur út gegn Blackburn og Blackpool í þeim tveimur deildarleikjum sem United á eftir af tímabilinu og mun síðan í framhaldinu af því taka ákvörðun.

„Darren léttist mikið í þessum veikindum en hann hefur náð að endurheimta þyngd sína og orku, en hann hefur núna þrjár vikur til að koma sér í almennilegt stand,“ sagði Ferguson.

„Ef hann nær því mun það gefa okkur gríðarlegan kraft en eins og allir vita er Fletcher leikmaður stóru leikjanna“.

Árið 2009 missti Darren Fletcher af úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Barcelona, en leikmaðurinn fékk að líta rauða spjaldið gegn Arseanl í undanúrslitunum og var því í leikbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×