Lax í Elliðaám 10. maí 2011 00:01 Svæði í Austurkvísl sem fyrir árið 1999 fór á þurrt hluta úr ári en nýtur nú vatnsrennslis árið um kring. Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám. Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árnason, starfsmenn Veiðimálastofnunar, eru höfundar greinarinnar sem fjallar um aðferðir og árangur við að endurheimta uppeldissvæði fyrir laxfiska í Austur- og Vesturkvíslinni, neðan við Árbæjarlón. Orkuveita Reykjavíkur hóf raforkuframleiðslu í Elliðaárrafstöðinni árið 1921. Með byggingu og rekstri stöðvarinnar varð mikil breyting á rennslisháttum Elliðaánna sem aftur hafði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á lífríkið, þar með talda stofna laxfiska í Elliðaánum. Mesta breytingin á rennsli varð á árkaflanum neðan við Árbæjarstíflu, þ.e. í Vesturkvísl allri og í Austurkvísl frá stíflu niður að rafstöð. Árið 1999 var ákveðið að viðhalda lágmarksrennsli á umræddum hlutum Elliðaáa sem áður höfðu verið þurrir yfir veturinn meðan á raforkuframleiðslu stóð. Laxaseiðum af Elliðaárstofni, sem alin voru í eldisstöð, var dreift á þessi svæði eftir að vatn komst á og síðan fylgdust starfsmenn Veiðimálastofnunar með viðgangi seiðanna sem og landnámi náttúrulegs lax. Strax ári síðar kom í ljós að eldisseiðin lifðu af á þessum svæðum. Náttúrulegt klak kom í kjölfarið og þeim seiðum fjölgaði næstu árin. Nú er svo komið að seiðaþéttleiki á þessum svæðum er sambærilegur við önnur svæði í ánum neðan Elliðavatns. Þessi umræddu svæði, sem áður voru þurr, eru um 15% af botnfleti ánna. Þar hefur lífríkið náð sér á strik og framleiðsla laxaseiða í hlutfalli við stærð svæðisins. Þetta verkefni er eitt af fjölmörgum verkefnum sem Veiðimálastofnun hefur unnið að í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila, til að vernda og byggja upp laxastofn Elliðaánna. Nánar má lesa um þetta verkefni í greininni í Náttúrufræðingnum. Frétt af veidimal.is. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám. Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árnason, starfsmenn Veiðimálastofnunar, eru höfundar greinarinnar sem fjallar um aðferðir og árangur við að endurheimta uppeldissvæði fyrir laxfiska í Austur- og Vesturkvíslinni, neðan við Árbæjarlón. Orkuveita Reykjavíkur hóf raforkuframleiðslu í Elliðaárrafstöðinni árið 1921. Með byggingu og rekstri stöðvarinnar varð mikil breyting á rennslisháttum Elliðaánna sem aftur hafði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á lífríkið, þar með talda stofna laxfiska í Elliðaánum. Mesta breytingin á rennsli varð á árkaflanum neðan við Árbæjarstíflu, þ.e. í Vesturkvísl allri og í Austurkvísl frá stíflu niður að rafstöð. Árið 1999 var ákveðið að viðhalda lágmarksrennsli á umræddum hlutum Elliðaáa sem áður höfðu verið þurrir yfir veturinn meðan á raforkuframleiðslu stóð. Laxaseiðum af Elliðaárstofni, sem alin voru í eldisstöð, var dreift á þessi svæði eftir að vatn komst á og síðan fylgdust starfsmenn Veiðimálastofnunar með viðgangi seiðanna sem og landnámi náttúrulegs lax. Strax ári síðar kom í ljós að eldisseiðin lifðu af á þessum svæðum. Náttúrulegt klak kom í kjölfarið og þeim seiðum fjölgaði næstu árin. Nú er svo komið að seiðaþéttleiki á þessum svæðum er sambærilegur við önnur svæði í ánum neðan Elliðavatns. Þessi umræddu svæði, sem áður voru þurr, eru um 15% af botnfleti ánna. Þar hefur lífríkið náð sér á strik og framleiðsla laxaseiða í hlutfalli við stærð svæðisins. Þetta verkefni er eitt af fjölmörgum verkefnum sem Veiðimálastofnun hefur unnið að í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila, til að vernda og byggja upp laxastofn Elliðaánna. Nánar má lesa um þetta verkefni í greininni í Náttúrufræðingnum. Frétt af veidimal.is.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði