Fótbolti

Vilja hann ekki sem leikmann en bjóða honum framtíð í þjálfun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Torsten Frings.
Torsten Frings. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þjóðverjinn Torsten Frings hefur átt flottan feril með Werder Bremen en nú líta forráðamenn félagsins á sem svo að þessi 34 ára gamli miðjumaður ætti að fara að einbeita sér að framtíð sinni í þjálfun.

Werder Bremen ætlar ekki að bjóða Frings nýjan samning en ætlar þess í stað að hjálpa honum að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða þjálfari.

Klaus Allofs, fyrrum landsliðsmaður og nú íþróttastjóri Werder Bremen, segir að forráðamenn félagsins hafi metið stöðuna og ekki talið það hagkvæmt fyrir félagið að bjóða Frings nýjan samning. Hann fá hinsvegar stöðu hjá félaginu þar sem hann getur menntað sig sem þjálfari.

Torsten Frings hefur leikið 162 deildarleiki með Werder Bremen frá árinu 2005 en hann lék einnig 162 leiki með félaginu á árunum 1997 til 2002. Frings fór síðan til Borussia Dortmund og Bayern Munchen áður en hann snéri aftur til Bremen.  Hann lék 79 landsleiki fyrir Þjóðverja á árunum 2001 til 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×