Körfubolti

NBA: Miami og Memphis með sigra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron sækir hér að körfu Boston í kvöld.
LeBron sækir hér að körfu Boston í kvöld.
Miami Heat og Memphis Grizzlies byrjuðu vel þegar fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram. Memphis vann útisigur á Oklahoma á meðan Miami skelti Boston í Miami.

Miami var með yfirhöndina í allt kvöld gegn Boston og vann sannfærandi sigur, 99-90. Talsverður hiti var í mönnum í lokaleikhlutanum og þá fékk Paul Pierce, leikmaður Boston, meðal annars að fjúka í bað fyrir kjaftbrúk. Hann virtist þó ekki hafa sagt mikið.

Dwyane Wade átti stórkostlegan leik í kvöld og skoraði 38 stig. James Jones kom sterkur af bekknum með 23 stig. LeBron James skoraði 22 stig í kvöld. Ray Allen var stigahæstur hjá Celtics með 25 stig.

Memphis kom enn og aftur skemmtilega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Oklahoma City í Oklahoma. Lokatölur þar 101-114.

Zach Randolph fór á kostum í liði Memphis með 34 stig og 10 fráköst. Marc Gasol einnig mjög góður með 20 stig og 13 fráköst.

Kevin Durant var sterkastur hjá Thunder með 33 stig og 11 fráköst. Russell Westbrook líka góður með 29 stig.

 

 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×