Fótbolti

Sir Alex: Fletcher verður lykilmaður á móti Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Fletcher í leik á móti Manchester City í vetur.
Darren Fletcher í leik á móti Manchester City í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á því að

Darren Fletcher geti verið í lykilhlutverki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann segir að skoski miðjumaðurinn sé alltaf bestur í stóru leikjunum.

Darren Fletcher var ekki með í úrslitaleiknum á móti Barcelona 2009 þar sem hann var þá í leikbanni en Barca vann þann leik 2-0.

Fletcher hefur verið frá í tvo mánuði vegna veikinda en kom inn á sem varamaður í 4-1 sigri United á Schalke í gær. Það er líklegt að Fletcher spili eitthvað í stórleiknum á sunnudaginn á móti Chelsea enda er stjórinn sannfærður að Fletcher sé maður stóru leikjanna.

„Það hefði ekki verið sanngjarnt að láta Darren byrja því hann þarf á leikæfingu að halda. Hann er samt að koma aftur til baka og við getum kannski verið með hann aftur á bekknum á sunnudaginn," sagði Sir Alex Ferguson.

„Sumir leikmenn eru alltaf bestir í stóru leikjunum og Darren er einn af þeim. Besta dæmið um slíkna stórleikja-leikmann er Mark Hughes sem er einn af bestu stórleikja-leikmönnum í sögu United. Darren er eins leikmaður," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×