Tíska og hönnun

Sexý og svalar konur hjá Gucci

Tískuhúsið Gucci kynnti á dögunum tískuna fyrir næsta haust. Yfirhönnuður þessarar línu hjá Gucci er 39 ára ítalskur fatahönnuður Frida Giannini. Hún tók við sem yfirhönnuður skömmu eftir að Bandaríkjamaðurinn Tom Ford lét af störfum fyrir Tískuhús Gucci en hún starfaði áður sem einn af aðstoðarmönnum hans.

Tískuhús Gucci er eitt það stærsta í bransanum. Frida hafði það að markmiði að hanna föt fyrir konur sem þora að vera sexý og svalar. Þetta endurspeglast vel á módelunum sem klæðast þessum ofursvala og sexý fatnaði á myndunum í meðfylgjandi myndasafni.

Í myndasafninu má einnig sjá þennan glæsilega yfirhönnuði Gucci, Fridu Giannini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×