Körfubolti

KR átti fjóra bestu leikmenn úrslitaeinvígisins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Walker.
Marcus Walker. Mynd/Anton
Fjórir KR-ingar voru efstir á listanum yfir hæsta framlagið í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla sem lauk með öruggum sigri KR-inga í fjórða leiknum í Garðabænum í gær. KR vann einvígið 3-1.

Það kemur fæstum á óvart að Marcus Walker hafi verið með langhæsta framlagið í úrslitaeinvíginu enda var hann kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Walker var með 32,5 stig, 3,8 stoðsendingar og 3,8 stolna bolta að meðaltali í leik og hitti úr 66,7 prósent þriggja stiga skota sinna (14 af 21).

Brynjar Þór Björnsson var í öðru sæti en hann var með 22,5 stig í leik, hitti úr 51,7 prósent skota sinna og setti niður 15 af 16 vítum sínum (93,8 prósent). Brynjar skoraði flestar þriggja stiga körfur í einvíginu eða 3,8 að meðaltali í leik.

Finnur Atli Magnússon er í þriðja sætinu og fjórði er síðan Pavel Ermolinskij sem var sá leikmaður sem tók bæði flest fráköst (12,3) og gaf flestar stoðsendingar í úrslitaeinvíginu (6,8).

Finnur var með 12,8 stig og 5,5 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila aðeins 20,0 mínútur í leik en hann hitti úr 65,4 prósent skota sinna. Finnur Atli var sem dæmi með aðeins hærra framlag á hverjar 40 mínútur heldur en Marcus Walker.

Renato Lindmets var sá Stjörnumaður sem var með hæsta framlagið en hann var með 17,8 stig og 8,5 fráköst að meðaltali í leik.

Hér fyrir neðan má sjá topplista úr úrslitaeinvígi KR og Stjörnunnar.

Topplistar úrslitaeinvígis KR og Stjörnunnar 2011:Hæsta framlagið

Marcus Walker, KR 32,5

Brynjar Þór Björnsson, KR 21,0

Finnur Atli Magnússon, KR 18,3

Pavel Ermolinskij, KR 17,8

Renato Lindmets, Stjarnan 17,8

Jovan Zdravevski, Stjarnan 15,0

Marvin Valdimarsson, Stjarnan 14,0

Justin Shouse, Stjarnan 13,3

Hreggviður Magnússon, KR 12,0

Guðjón Lárusson, Stjarnan 10,5

Flest stig í leik

Marcus Walker, KR 32,5

Brynjar Þór Björnsson, KR 22,5

Renato Lindmets, Stjarnan 17,8

Jovan Zdravevski, Stjarnan 17,3

Justin Shouse, Stjarnan 16,3

Flest fráköst í leik

Pavel Ermolinskij, KR 12,3

Renato Lindmets, Stjarnan 8,5

Jón Orri Kristjánsson, KR 6,3

Finnur Atli Magnússon, KR 5,5

Jovan Zdravevski, Stjarnan 5,0

Flestar stoðsendingar í leik

Pavel Ermolinskij, KR 6,8

Justin Shouse, Stjarnan 5,5

Marcus Walker, KR 3,8

Renato Lindmets, Stjarnan 3,0

Brynjar Þór Björnsson, KR 2,8

Flestir stolnir bolta í leik

Marcus Walker, KR 3,8

Pavel Ermolinskij, KR 2,0

Jovan Zdravevski, Stjarnan 1,8

Brynjar Þór Björnsson, KR 1,5

Renato Lindmets, Stjarnan 1,5

Flestar þriggja stiga körfur

Brynjar Þór Björnsson, KR 15

Marcus Walker, KR 14

Jovan Zdravevski, Stjarnan 12

Justin Shouse, Stjarnan 7

Hreggviður Magnússon, KR 7

Daníel G. Guðmundsson, Stjarnan 7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×