Fótbolti

Ferguson vill mæta Real í úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefði ekkert á móti því að fá Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Hann segist þó fyrst og fremst hugsa um undanúrslitaleikina gegn Schalke þessa dagana en liðin mætast í fyrra skiptið á þriðjudagskvöldið.

Real Madrid og Barcelona mætast í hinni undanúrslitarimmunni og reiknar Ferguson með því að Real komist áfram í úrslitin.

„Ég held að 5-0 tap Real gegn Barcelona fyrr á tímabilinu hafi sært Mourinho (stjóra Real). Það er alveg á hreinu að hann mun ekki tapa á sama máta aftur.“

„Síðan þá hefur Real spilað tvisvar gegn Barcelona. Fyrst gerðu liðin jafntefli og svo vann Real í úrslitaleik spænska bikarsins.“

„Ég vona auðvitað að við komumst í úrslitaleikinn en aðeins þá getum við farið að velta þessu fyrir okkur af einhverri alvöru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×