Rangnick vill vinna United tvisvar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2011 12:48 Nordic Photos / Bongarts Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi lið mætast í Þýskalandi annað kvöld og svo í Manchester í næstu viku. Sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Real Madrid eða Barcelona. Schalke hefur komið á óvart á keppninni en liðið slátraði hreinlega Evrópumeisturum Inter í fjórðungsúrslitunum. Liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur og er Rangnick nýtekinn við því af Felix Magath sem var látinn fara. „Ef við spilum eins og við gerðum tvívegis gegn Inter þá eigum við möguleika," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla. „Við stefnum ekki á að ná markalausu jafntefli. Við viljum vinna leikinn og við ætlum að spila eins og við gerðum gegn Inter á heimavelli." „Það býst enginn við því að við vinnum 5-2 í þetta skiptið eins og við gerðum þá. En við ætlum að reyna að vinna báða leikina." „Þetta voru ekki heppnissigrar. Við vorum betri bæði á heima- og útivelli. Ég veit ekki af hverju liðið vanmat okkur og stendur mér alveg á sama ef að United myndi gera það sama." Rangnick hefur fylgst vel með United og hefur sjálfur séð marga leiki með liðinu. Hann var svo með útsendara á leik United gegn Everton um helgina. „Það er hægt að koma auga á veikleika í öllum liðum heimsins. Höfum við áhyggjur af því að liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í Evrópukeppninni þetta tímabilið? Það er tímabært að liðið fái á sig fleiri mörk." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi lið mætast í Þýskalandi annað kvöld og svo í Manchester í næstu viku. Sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Real Madrid eða Barcelona. Schalke hefur komið á óvart á keppninni en liðið slátraði hreinlega Evrópumeisturum Inter í fjórðungsúrslitunum. Liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur og er Rangnick nýtekinn við því af Felix Magath sem var látinn fara. „Ef við spilum eins og við gerðum tvívegis gegn Inter þá eigum við möguleika," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla. „Við stefnum ekki á að ná markalausu jafntefli. Við viljum vinna leikinn og við ætlum að spila eins og við gerðum gegn Inter á heimavelli." „Það býst enginn við því að við vinnum 5-2 í þetta skiptið eins og við gerðum þá. En við ætlum að reyna að vinna báða leikina." „Þetta voru ekki heppnissigrar. Við vorum betri bæði á heima- og útivelli. Ég veit ekki af hverju liðið vanmat okkur og stendur mér alveg á sama ef að United myndi gera það sama." Rangnick hefur fylgst vel með United og hefur sjálfur séð marga leiki með liðinu. Hann var svo með útsendara á leik United gegn Everton um helgina. „Það er hægt að koma auga á veikleika í öllum liðum heimsins. Höfum við áhyggjur af því að liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í Evrópukeppninni þetta tímabilið? Það er tímabært að liðið fái á sig fleiri mörk."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira