Man. United í frábærum málum eftir 2-0 útisigur á Schalke Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 18:15 Ryan Giggs skorar markið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira