Körfubolti

Sigurður tekur við Keflavíkurliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. Mynd/E.Stefán
Sigurður Ingimundarson hefur gert tveggja ára samning við Keflavík um að taka við karlaliði félagsins. Sigurður var látinn fara frá Njarðvík á miðjutímabili en snýr nú aftur á heimaslóðirnar. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.

Þetta verður í þriðja sinn sem Sigurður tekur við karlaliði Keflavíkur en þjálfaði liðið einnig frá 1997 til 2003 og frá 2004 til 2008. Sigurður hefur gert Keflvíkinga fimm sinnum að Íslandsmeisturum síðast árið 2008.

Sigurður tók fyrst við Keflavíkurliðinu sumarið 1996 en hann hafði þó gert kvennalið félagsins þrisvar sinnum að Íslandsmeisturunum á árunum 1992 til 1996. Karlalið Keflavíkur vann alla titla í boði á hans fyrsta tímabili 1996-1997.

Tímabil Sigurðar með Keflavíkurliðið1996-97 19 sigrar - 3 töp (1.sæti) + 8 sigrar - 1 tap í úrslitakeppni (Íslandsmeistari)

1997-98 13-9 (6.) + 4-3 í úk.

1998-99 20-2 (1.) + 8-3 í úk.(Íslandsmeistari)

1999-2000 11-11 (6.) + 1-2 í úk.

2000-01 16-6 (3.) + 4-3 í úk.

2001-02 18-4 (1.) + 5-5 í úk.(2.)

2002-03 17-5 (2.) + 8-1 í úk.(Íslandsmeistari)

2004-05 18-4 (1.) + 8-3 í úk.(Íslandsmeistari)

2005-06 18-4 (1.) + 4-3 í úk.

2006-07 12-10 (6.) + 0-2 í úk.

2007-08 18-4 (1.) + 8-2 í úk.(Íslandsmeistari)

2008-09 14-8 (4.) + 2-3 í úk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×