Körfubolti

Guðjón Skúlason er hættur hjá Keflavík

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag.
Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag.
Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag. Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að Guðjón hafi tekið þessa ákvörðun á eigin forsendum og árangur liðsins á tímabilinu hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi ekki halda áfram með liðið.

Keflavík endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í vetur með 16 sigurleiki og 6 tapleik. Í fyrra varð liðið í öðru sæti í deildarkeppninni en Keflavík tapaði í úrslitum Íslandsmótsins gegn liði Snæfells úr Stykkishólmi. Guðjón þjálfaði Keflavíkurliðið veturinn 2003-2004 ásamt Fali Harðarsyni og varð liðið Íslandsmeistari undir þeirra stjórn.

Keflavík er því án þjálfara hjá meistaraflokksliðunum í karla – og kvennaflokki. Jón Halldór Eðvarsson tilkynnti á föstudaginn að hann væri hættur að þjálfa kvennaliðið eftir að liðið landaði Íslandsmeistaratitlinum gegn Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×