Körfubolti

Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Renato Lindmets í baráttunni í leik eitt.
Stjörnumaðurinn Renato Lindmets í baráttunni í leik eitt. Mynd/Valli
Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

KR-ingar komu sjálfir til baka þegar úrslitaeinvígið byrjaði síðast á +20 stiga sigri. KR tapaði þá fyrsta leiknum með 21 stigi í Njarðvík en tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna þrjá leiki í röð.

Þetta KR-lið ásamt Haukaliðinu frá 1988 eru einu liðin sem hefur tekist að verða Íslandsmeistarar eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik. Haukar töpuðu fyrsta leiknum 1988 með 20 stiga mun en unnu svo tvo næstu leiki og tryggðu sér titilinn.

Hin liðin sem hafa unnið leik tvö efrir skell í fyrsta leik eru Keflvíkingar frá 1991 og Valsmenn frá 1992. Þau lið komust síðan bæði í 2-1 í einvígunum áður en þeir töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af titlinum, Keflvíkingar til Njarðvíkinga árið 1991 og Valsmenn til Keflvíkinga árið eftir.

Stórir sigrar í fyrsta leik í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla:1986: Njarðvík 2-0 Haukar

Fyrsti leikur: Njarðvík vann 94-53 (+41)

Annar leikur: Njarðvík vann 88-86 (+2)

Íslansmeistari: Njarðvík

1988 Njarðvík 1-2 Haukar

Fyrsti leikur: Njarðvík vann 78-58 (+20)

Annar leikur: Haukar unnu 80-74 (+6)

Íslansmeistari: Haukar

1991 Njarðvík 3-2 Keflavík

Fyrsti leikur: Njarðvík vann 96-59 (+37)

Annar leikur: Keflavík vann 75-73 (+2)

Íslansmeistari: Njarðvík

1992 Keflavík 3-2 Valur

Fyrsti leikur: Keflavík vann 106-84 (+22)

Annar leikur: Valur vann 104-91 (+13)

Íslansmeistari: Keflavík

1993 Keflavík 3-0 Haukar

Fyrsti leikur: Keflavík vann 103-67 (+36)

Annar leikur: Keflavík vann 91-71 (+20)

Íslansmeistari: Keflavík

2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll

Fyrsti leikur: Njarðvík vann 89-65 (+24)

Annar leikur: Njarðvík vann 100-79 (+21)

Íslansmeistari: Njarðvík

2002 Keflavík 0-3 Njarðvík

Fyrsti leikur: Njarðvík vann 89-68 (+21)

Annar leikur: Njarðvík vann 96-88 (+8)

Íslansmeistari: Njarðvík

2007 Njarðvík 1-3 KR

Fyrsti leikur: Njarðvík vann 99-78 (+21)

Annar leikur: KR vann 82-76 (+6)

Íslansmeistari: KR

2011 KR ?-? Stjarnan

Fyrsti leikur: KR vann 108-78 (+30)

Annar leikur: Í kvöld klukkan 19.15

Íslansmeistari: ???




Fleiri fréttir

Sjá meira


×