Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 14. apríl 2011 20:55 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira