Körfubolti

Hrafn: Maður er hundsvekktur eftir svona tap

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105,  í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.  Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni. „Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105,  í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni.



„Við erum bara sjálfum okkur verstir í þessum leik, við bökkum alltof mikið í byrjun leiks þegar þeir fara að taka á okkur sem er ekki boðlegt í svona einvígi,“ sagði Hrafn.



„Svo þegar leið á leikinn þá fannst mér við vera komnir með nokkuð góð  tök á leiknum og hefðum hreinlega átt að klára dæmið. Við spiluðum hreinlega lélega vörn í kvöld“.



KR-ingar vildu undir blálokin meina að nokkrum sekúndum hafi verið rænt af þeim, en þeir fengu tækifæri til að jafna leikinn en aðeins 0,2 sekúndur voru á klukkunni og því náðu þeir ekki skoti að körfunni.



„Ég hreinlega skil ekki hvernig þeir fundu það út að eins 0,2 sekúndur væru eftir af leiknum, en ég á eftir að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og þá mun ég sjá atvikið betur,“ sagði Hrafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×