Körfubolti

Howard besti varnarmaðurinn þriðja árið í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Howard í leik gegn Knicks.
Howard í leik gegn Knicks.
Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, var í dag valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar þriðja árið í röð. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hlýtur þessa nafnbót þrjú ár í röð.

Howard var með 14,1 frákast, 2,3 varin skot og 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik í vetur. Hann var næstfrákastahæstur á eftir Kevin Love og einnig í öðru sæti yfir flest varin skot.

Howard er nú kominn í hóp með Ben Wallace og Dikembe Mutombo yfir þá leikmenn sem hafa hlotið nafnbótinu þrisvar. Báðir unnu þeir verðlaunin fjórum sinnum en aldrei þrisvar í röð eins og Howard.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×