Fótbolti

Stanislawski verður næsti þjálfari Gylfa hjá Hoffenheim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýska úrvalsdeildarfélagið Hoffenheim hefur ráðið sér nýjan þjálfari því Holger Stanislawski mun hætta með St. Pauli liðið og tekur þess í stað við Hoffenheim-liðinu í sumar.

Nú er að sjá hvort hinn 41 árs gamli Stanislawski gefi Gylfa Þór Sigurðssyni fleiri tækifæri en núverandi þjálfari liðsins. Stanislawski hefur stýrt St. Pauli liðinu frá 2006 en hann lék á sínum tíma 257 leiki fyrir félagið og var þá í stöðu varnarmanns.

Marco Pezzaiuoli tók við Hoffenheim á miðju tímabili þegar Ralf Rangnick hætti með liðið en Ralf Rangnick hefur síðan tekið við liði Schalke.

Gylfi hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af tólf deildarleikjum undir stjórn Pezzaiuoli en Gylfi var búinn að vinna sér fast sæti í liðinu undir stjórn Rangnick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×