Körfubolti

Brjóta KR-ingar hundrað stiga múrinn áttunda leikinn í röð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Valli
KR-ingar geta sett nýtt met í úrslitakeppninni í kvöld skori liðið hundrað stig eða meira í fjórða leik lokaúrslitanna á móti Stjörnunni. KR-ingar geta því ekki aðeins tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn því með því að skora hundrað stig bæta þeir met Keflvíkinga frá 2003.

Keflvíkingar skoruðu hundrað stig eða meira í síðustu sjö leikjum sínum á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum vorið 2003. Keflavíkurliðið með þá Damon Johnson (29,0 stig í leik) og Edmund Saunders (27,1) í fararbroddi en liðið skoraði 106,7 stig að meðaltali í leik í þessum sjö leikjum.

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 12,0 stig í leik og Guðjón Skúlason skoraði 10,9 stig í leik í þessari sjö leikja sigurgöngu

KR-ingar hafa skorað hundrað stig eða meira í síðustu sjö leikjum sínum eða 109,1 stig að meðaltali í leik. Þeir hafa hinsvegar þurft að sætta sig við tap í þremur þessara leikja á meðan að Keflvíkingar unnu alla sína leiki þegar þeir settu metið fyrir átta árum síðan.

Marcus Walker (29,3 stig í leik) og Brynjar Þór Björnsson (24,9) hafa skorað saman 54,1 stig að meðaltali í síðustu sjö leikjum KR-liðsins.



Hundrað stiga múrinn brotinn leik eftir leikSjö 100 stiga leikir KR-inga í röð í úrslitakeppninni 2011:

Undanúrslit:

Keflavík-KR 87-105

KR-Keflavík 135-139

Keflavík-KR 104-103

KR-Keflavík 105-89

Lokaúrslit

KR-Stjarnan 108-78

Stjarnan-KR 107-105

KR-Stjarnan 101-81



Sjö 100 stiga leikir Keflvíkinga í röð í úrslitakeppninni 2003:

8 liða úrslit

Keflavík-ÍR 115-84

Undanúrslit:

Keflavík-Njarðvík 108-64

Njarðvík-Keflavík 97-101

Keflavík-Njarðvík 105-80

Lokaúrslit

Grindavík-Keflavík 94-103

Keflavík-Grindavík 113-102

Grindavík-Keflavík 97-102




Fleiri fréttir

Sjá meira


×