Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár 1. apríl 2011 16:00 Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu. Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu.
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira